Hver vill ekki sóla sig um jólin?

Tenejól er þriðja lag diskópoppsveitarinnar Poppvélin. Hljómsveitina skipa Örlygur Smári, Sólveig Ásgeirsdóttir og Valgeir Magnússon. Fyrir hafa komið lögin Sumardans og Komdu með sem bæði náðu að verða með mest spiluðu lögum Bylgjunnar og sátu hvort fyrir sig í yfir 12 vikur á Topp 20 Bylgjulistanum árið 2021. Það er söngkona sveitarinnar Sólveig sem syngur lagið. Lagið er eftir Örlyg Smára og textinn eftir Valgeir Magnússon

„Við byrjuðum að vinna í hugmynd að jólalagi snemma í haust og við vildum að það yrði óvenjulegt, hresst og passa við diskóhljóminn sem við höfum verið að vinna í. Snemma fæddist frasinn Jólasól og að lagið ætti að fjalla um jól á sólarströnd. Ég var að vinna í textanum í Osló þar sem ég bý að mestu núna og var ekki að tengja almennilega við efnið þegar Öggi hringir í mig með hugmynd um að lagið gæti fjallað um manneskju sem færi á sólarströnd um jólin en áttar sig svo á að hún vildi frekar vera heima þegar jólin eru mætt. Þarna tengdi ég um leið og var þá einmitt á leið til Mexíkó með konunni minni þar sem textinn er skrifaður við sundlaugarbarinn,“ segir Valgeir. 

Tenejól er einnig fyrsta jólalagið sem Örlygur Smári semur en hann hefur samið fjölda stórsmella frá því að lagið Tell Me kom út árið 2000.





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson