Kvarta undan fjarveru þáttastjórnanda á Íslandi

Þátta­stjórn­endur Top Gear, Freddi­e Flin­toff, Paddy McGu­in­nes og Chris Har­ris
Þátta­stjórn­endur Top Gear, Freddi­e Flin­toff, Paddy McGu­in­nes og Chris Har­ris Skjáskot af Instagram

Aðdáendur bresku bílaþáttanna Top Gear kvörtuðu sáran á Twitter undan fjarveru þáttastjórnandans Freddie Flintoff á Íslandi. Flintoff sem er fyrrum krikketspilari var í einangrun þegar sjónvarpsmennirnir Paddy McGuinness og Chris Harris heimsóttu Ísland í sumar.

Þetta kemur fram á vef Daily mail.

Í þættinum, sem tekinn var upp á Íslandi og sýndur í gærkvöldi, ræða McGuinness og Harris um fjarveru Flintoff. „Ég trúi því ekki að Flintoff sé ekki hérna – hann hefði elskað þetta,“ sagði Harris.

Í þættinum sjást þeir síðan í kappakstri á Rolls Royce Phantom og Vauxhall Chevette í fallegu íslensku landslagi.

Alls ekki eins

Aðdáendur þáttarins jusu hins vegar úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum og sögðu þáttinn ekki eins þegar Flintoff væri fjarverandi.

Einn aðdáandinn skrifaði: „Hvar er Freddie?? Þetta er alls ekki eins, ég sakna hans,“ á meðan annar sagði: „Top Gear án Freddie er rosalega, rosalega leiðinlegt!!!“

Þá sagði einn: „Ég þori að veðja að Freddie hafa verið miður sín yfir því að hafa misst af ferðinni. Ég er líka miður mín að hann hafi ekki verið í henni.“

Þá spurði einn hvort að ekki hefði verið hægt að bíða með tökur meðan Flintoff lyki einangrun.

Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.