Lindsay Lohan trúlofuð

Lindsay Lohan og Bader Shammas eru nú trúlofuð.
Lindsay Lohan og Bader Shammas eru nú trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan tilkynnti á Instagram um liðna helgi að hún væri trúlofuð kærasta sínum, fjármálamanninum Bader Shammas. Parið hefur átt í ástarsambandi síðustu tvö ár en nú hafa þau ákveðið að innsigla ástina enn frekar. 

„Ástin mín. Líf mitt. Fjölskyldan mín. Framtíðin mín,“ skrifaði Lohan við myndafærsluna. En meðfylgjandi voru fjórar myndir af parinu þar sem sjá má Lohan gráti næst af hamingju. Trúlofunarhringurinn er einstaklega fallegur á fingri Lohan. Samkvæmt frétt frá Page Six er ferhyrndi stóri demanturinn að minnsta kosti sex karata, eða um 1200 milligrömm. Slíkir hringir eru ekki ókeypis.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt, sem þig langar til þess að kanna og þú ættir að athuga möguleikana á að láta það eftir þér. Reyndu að ýta áhyggjum frá þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ýmislegt, sem þig langar til þess að kanna og þú ættir að athuga möguleikana á að láta það eftir þér. Reyndu að ýta áhyggjum frá þér.