McConaughey ætlar ekki fram í Texas

Matthew McConaughey ætlar ekki að bjóða sig fram til ríkisstjóra …
Matthew McConaughey ætlar ekki að bjóða sig fram til ríkisstjóra í Texas á næsta ári. AFP

Leikarinn Matthew McConaughey ætlar ekki að bjóða sig fram til ríkisstjóra í Texas ríki í Bandaríkjunum. McConaughey hafði verið orðaður við stólinn og gefið því undir fótinn að hann muni bjóða sig fram í kosningunum til ríkisstjóra á næsta ári.

„Sem ungur drengur fæddur í smábænum Uvalde í Texas, þá hafði mér aldrei dottið í hug að ég kæmi til greina sem pólitískur leiðtogi. Ég fyllist auðmýkt og innblæstri að velta þessari leið fyrir mér. Ég hef líka ákveðið að ég muni ekki feta þá leið að svo stöddu,“ sagði McConaughey í myndbandi á Twitter. 

Leikarinn sagðist hafa skoðað stjórnmálin í Bandaríkjunum og Texas undanfarin ár og komist að því að víða sé pottur brotinn. 

Í stað þess að bjóða sig fram til ríkisstjóra sagðist McConaughey að hann ætlaði að einbeita sér að stuðningi við frumkvöðla, fyrirtæki og stofnanir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant