Hætt með kærastanum

Tiffany Haddish er hætt með kærastanum.
Tiffany Haddish er hætt með kærastanum. AFP

Grínistinn Tiffany Haddish er hætt með rapparanum Common. Þau byrjuðu saman í fyrra en hafa haft lítinn tíma fyrir hvort annað að undanförnu. 

„Þau eru aldrei í sömu borginni og þau eru bara bæði of upptekin fyrir alvarlegt samband,“ sagði heimildarmaður People. Talsmenn þeirra vildu hins vegar ekki tjá sig strax um sambandsslitin við miðilinn. 

Haddish greindi frá því að hún og Common væru að hittast í hlaðvarpsþætti í ágúst í fyrra. „Ég er í sambandi,“ sagði hún í fyrra og sagði að Common væri maðurinn í lífi sínu. Parið fyrrverandi kynntist í tökum á The Kitchen árið 2019. Fyrst um sinn voru þau aðeins vinir og ekkert kynferðislegt var á milli þeirra. Ástin kviknaði hins vegar þegar þau fóru á stafrænt stefnumót í gegnum stefnumótaforritið Bumble. 

„Við búum ekki saman,“ sagði Haddish í september. „Ef hann vill kvænast mér, flott. Ég vil ekki hring, ég vil blokk,“ sagði stjarnan en nú virðist lítið verða að bónorðinu með blokkinni. 

Tiffany Haddish.
Tiffany Haddish. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.