Hnífi otað að Cooper í neðanjarðarlest

Bradley Cooper.
Bradley Cooper. AFP

Hollywood-leikarinn Bradley Cooper opnaði sig um óhugnanlegt atvik sem hann varð fyrir í neðanjarðarlest í New York-borg þegar farþegi í lestinni knésetti hann og otaði að honum hnífi. Samkvæmt frétt frá People átti atvikið sér stað árið 2019.

Bradley Cooper var gestur í hlaðvarpsþættinum Armchair Experts fyrr í vikunni þar sem hann opnaði sig um atvikið í fyrsta sinn. Sagðist hann hafa verið í sakleysi sínu á leiðinni að sækja dóttur sína, Lea De Seine, í leikskólann þegar ókunnugur maður gengur upp að honum með hníf. Cooper minnist þess að hafa verið með hljóðdeyfandi heyrnartól, sólgleraugu og hatt þennan dag en hann reyndi að láta lítið fyrir sér fara til að falla inn í fjöldann.  

„Ég var með heyrnartólin á mér allan tímann svo ég heyrði ekki neitt. Ég var bara að hlusta á tónlist. Ég leit í augu einstaklingsins og sá að hann var ungur,“ útskýrði Cooper og hélt í fyrstu að einstaklingurinn væri að biðja um að fá sjálfsmynd með sér. 

„Svo lít ég niður og sé hníf. Ég man ég hugsaði; þetta er ágætur hnífur,“ sagði Cooper. „Ég sló í handlegg hans og hljóp af stað til að flýja. Hann hljóp á eftir mér og ég náði að taka nokkrar myndir af honum sem ég gat sýnt lögreglumönnum sem voru fyrir utan lestarstöðina. Þetta var sturlað.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.