Laut í lægra haldi fyrir tónlistarrisum

Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum féllst ekki á kröfur Jóhanns Helgasonar.
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum féllst ekki á kröfur Jóhanns Helgasonar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jóhann Helgason tónskáld laut í lægra haldi fyrir Rolf Løv­land og nokkrum af stærstu útgáfufélögum heims þegar áfrýjunardómstóll sýknaði þá af kæru Jóhanns vegna lagastuldar.

Greint er frá málinu á vef Viðskiptablaðsins.

Jóhann stefndi Løv­land og stórfyrirtækjunum Warner og Universal, fyrir dómstóli í Los Angeles í Bandaríkjunum fyrir lagastuld. Íslenska höfundinum þótti mikil líkindi milli lagsins Söknuður, sem hann samdi og kom út árið 1977, og You Raise Me Up eftir Rolf Løv­land sem kom út 24 árum síðar, eða árið 2001.

Í fyrri dómi sem féll í apríl á síðasta ári þótti dómara ekki nógu mikil líkindi milli laganna til að hægt væri að flokka það undir lagastuld og var málinu vísað frá dómi. Jóhann lét það þó ekki stoppa sig og áfrýjaði málinu.

Segir Løv­land hafa tengsl við lagið

Lögmaður Jóhanns hafði fært rök fyrir því að Løv­land hafi þekkt til lagsins Söknuðar og hafi hann meðal annars heyrt það í heimsókn á Íslandi. Þá væru augljós líkindi þar á milli.

Áfrýjunardómstóllinn féllst þó ekki á kröfur Jóhanns og staðfesti fyrri niðurstöðu þar sem ekki voru talin veruleg líkindi með lögunum tveimur. Ekki var þó fallist á kröfu varnaraðila um að Jóhann skyldi greiða lögmannskostnað þeirra, sem nam rúmum 40 milljónum króna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.