„Svo opnuðust flóðgáttir“

„Ég skrifaði fyrstu skáldsöguna Hellu, sem kom út þegar ég var þrítugur. Hella var eins og sveinsstykki þar sem ég var bara að læra hvernig er að skrifa skáldsögu. Ég var í ákveðnum stellingum þegar ég skrifaði hana og svolítið stífur. Svo opnuðust flóðgáttir í bókinni Þetta er allt að koma, “ segir Hallgrímur Helgason þegar hann er spurður að því hvernig hann fann sína rödd sem höfundur.

„Sú bók var bara grín út í gegn. Ég var að gera grín að öllu. Það var eins og að öll mín ævi væri bara eitt ár og þetta væri áramótaskaupið. Allt sem ég hafði séð frá því ég fæddist fór inn í þessa bók. Þar fann ég líka mína rödd sem höfundur, þennan stíl, þessa orðaleiki og allt þetta. Svo breyttist tónninn aðeins í 101 Reykjavík og enn aftur í Höfundi Íslands, þar sem stíllinn var líkari stíl þessarar bókar,“ segir Hallgrímur og vísar þar til nýjuastu skáldsögu sinnar sem nefnist Sextíu kíló af kjaftshöggum. 

„Yfirleitt hef ég verið með ákveðin tón fyrir hverja bók,“ segir Hallrímur og tekur fram að í síðustu tveimur skáldsögum sínum hafi hann auðvitað litið til Halldórs Laxness sem „tókst að mynda snilldar andblæ með stílnum, sem manni þótti eftirsóknarverður og maður leit mikið upp til,“ segir Hallgrímur og bætir við að hann viti ekki  hvort hann hefði getað skrifað nýjustu bækur sínar án þess að hafa lesið Sjálfstætt fólk og Íslandsklukkuna. „Að því leyti stendur maður á herðum hans. Þannig sér maður hvernig hefðin býr til önnur verk,“ segir Hallgrímur og ræðir í framhaldinu mikilvægi þess að höfundar lesi mikið. 

„Mér fannst ég aldrei hafa lesið nógu mikið af því að ég kom úr myndlistinni og eyddi öllum mínum mótunarárum í að pæla í myndlist. Svo allt í einu er ég orðinn rithöfundur og ekki búinn að lesa þessa og þessa bók. Þess vegna hef ég verið að reyna að bæta það allar götur síðan,“ segir Hallgrímur og nefnir í því samhengi bækur eftir Tolstoj og Victor Hugo.

Hallgrímur rifjar upp að í miðjum skrifum sínum á Sextíu kílóum af kjaftshöggum hafi hann lesið eftir bæði Sjálfstætt fólk og Njálu. „Bara til að finna hvernig gagnverkið í þessum bókum er og hvernig það virkar. Það sem kom út úr því, sem var mest óvænt fyrir mér, er hvað Njála er í rauninni hröð frásögn. Margir frægustu kaflarnir eru kannski bara ein síða eða bara hálf síða. Það þarf oft ekki mikið til. Mér hættir til að lýsa of miklu og lengja kaflana of mikið. Ég var með það í huga að reyna alltaf að stytta. Það hefur verið svolítið mín saga í gegnum tíðina að hemja þetta flæði og reyna að stytta mig. Segja bara sögu og ekki vera að gleyma mér um of í einhverju orðskrúði. Það er ennþá barátta.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Hallgrím í heild sinni í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant