Arnar Eggert hlaut Lítinn fugl

Verðlaunahafar á degi íslenskrar tónlistar í dag. Arnar Eggert Thoroddsen …
Verðlaunahafar á degi íslenskrar tónlistar í dag. Arnar Eggert Thoroddsen hlaut heiðursverðlaunin Lítinn fugl.

Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur, blaðamaður og gagnrýnandi, hlaut í dag heiðursverðlaun á degi íslenskrar tónlistar, en verðlaunin eru kennd við Lítinn fugl. Hátíðarsamkoma var haldin í Iðnó  þar sem viðurkenningar tileinkaðar deginum voru afhendar.

Unnur Sara og Record in Iceland

Nýsköpunarverðlaun dags íslenskrar tungu hlaut tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn, en hún hefur gefið út tvær breiðskífur, haldið fjölmarga tónleika, starfað við tónmenntakennslu og nú uppá síðkastið staðið fyrir kennslu og deilt þekkingu sinni í markaðssetningu tónlistar á streymisveitum eins og Spotify.

Record in Iceland hlaut útflutningsverðlaun dagsins, en það er fyrir kynningarátaki sem felst í því að hvetja tónlistarfólk um allan heim til hljóðritunar hér á Íslandi. Átakið er á vegum ÚTÓN (Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar) vegna endurgreiðslu hljóðritunarkostnaðar sem fellur til á Íslandi. 

Græni hatturinn og Stelpur rokka! verðlaunuð

Þá hlaut Græni hatturinn verðlaunin Gluggann, en þau eru veitt þeim verkefnum sem þykja sýna íslenskri tónlist sérstaka atfylgi, fyrrum verðlaunahafar eru t.a.m. sjónvarpsþátturinn Vikan með Gísla Marteini og í fyrra var það Sjónvarp Símans.

Loks fékk verkefnið Stelpur rokka! Hvatningarverðlaun dagsins, en það eru rokkbúðir fyrir ungar stelpur sem settar voru á laggirnar árið 2012í því skyni að leiðrétta kynjahalla í íslensku tónlistarlífi. Búðirnar eru að erlendri fyrirmynd en þar koma saman reyndar tónlistarkonur og efla og hvetja unga byrjendur til dáða.

Arnar lifað og hrærst í heimi íslenskrar tónlistar

Heiðursverðlaunin hafa verið veitt síðustu áratugi gjarnan til þeirra sem hafa fjallað, skrifað og skráð sögu íslenskrar tónlistar. Fyrrum handhafar Lítils fugls eru meðal annars Vernharður Linnet, Andrea Jónsdóttir, Þorgeir Ástvaldsson, Svanhildur Jakobsdóttir og í fyrra var það dagskrárgerðar- og fjölmiðlamaðurinn Jónatan Garðarsson sem hlaut Litla fuglinn.
Arnar Eggert er doktor í tónlistarfræðum frá Háskólanum í Edinborg og starfar nú meðal annars sem aðjúnkt við Háskóla Íslands þar sem hann er umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði. Arnar hefur lifað og hrærst í heimi íslenskrar tónlistar frá unga aldri en eftir að hann lauk framkomu á sviði með hljómsveit sinni Maunum í Músiktilraunum fór hann að leggja meiri rækt við hlustun og tónleikasókn og viðaði að sér alfræðilegri þekkingu á heimi tónlistarinnar

Sem blaðamaður Morgunblaðsins og gagnrýnandi RÚV hefur Arnar fjallað um alla kima íslenskrar dægurtónlistar og greinarnar skipta hundruðum ef ekki þúsunda. Eftir Arnar Eggert liggja einnig nokkrar bækur útgefnar sem allar fjalla um íslenska tónlist. Hann hóf þann feril með trukki er hann reit lífshlaupssögu Einars Bárðarsonar, Öll trixin í bókinni árið 2007, svo skrifaði hann 100 bestu plötur Íslandssögunnar (ásamt Jónatani Garðarssyni) árið 2009 og gaf svo út greinasafn sitt Tónlist ... er tónlist árið 2012.

Síðustu fimm ár hefur Arnar staðið fyrir tónlistargöngum um Reykjavík, The Reykjavik Music Walk, þar sem gönguhrólfar eru kynntir fyrir tónlistarsögunni sem markar djúp skref í fjölmörgum götum borgarinnar. Arnar hefur þá í gegnum tíðina setið í fjölmörgum tónlistardómefndum, veri það í tengslum við Músíktilraunir, Kraumsverðlaunin, Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eða Íslensku tónlistarverðlaunin.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við.