Baldwin segist ekki hafa tekið í gikkinn

Alec Baldwin hefur verið kærður fyrir vanrækslu vegna voðaskotsins.
Alec Baldwin hefur verið kærður fyrir vanrækslu vegna voðaskotsins. AFP

Alec Baldwin segist ekki hafa skotið af byssu sem varð kvikmyndatökumanninum Halyna Hutchins að bana á tökustað kvikmyndarinnar Rust í Október.

Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza slasaðist þegar skotið hljóp af byssunni sem Baldwin hélt á. Voru þau við æfingar þegar atvikið átti sér stað.

Tekið mörg þúsund viðtöl

Í kynningarmyndskeiði fréttastofu ABC, fyrir fyrsta viðtal við leikarann frá því atvikið varð, biður þáttastjórnandinn George Stephanopoulos Baldwin um að staðfesta að það hafi ekki verið í handriti myndarinnar að skotið væri af byssunni.

„Það var ekki skotið úr byssunni. Ég skaut ekki af byssunni,“ segir Baldwin.

Stephanopoulos segist hafa tekið mörg þúsund viðtöl á sínum 20 ára starfsferli en hann segir viðtalið við Baldwin vera það ákafasta sem hann hafi upplifað.

Umsjónarkona handritsins höfðar máli á hendur leikarans

Í kæru gegn leikaranum er það fullyrt að handrit kvikmyndarinnar Rust hafi ekki krafist þess að hann myndi skjóta af byssu. Mamie Mitchell, umsjónarkona handritsins, höfðar málið á hendur Baldwin og var það hún sem hringi í lögreglu eftir atvikið.

„Það var ekk­ert í hand­rit­inu sem kallaði á að Baldw­in eða nokk­ur ann­ar skyti úr byss­unni,“ sagði Mitchell.

Lögmaður Mitchell hef­ur sakað Baldw­in um að hafa spilað „rúss­neska rúll­ettu“ þegar hann skaut af byss­unni án þess að kanna hvort hún væri hlaðin.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.