Bítlarnir vildu engan hvítþvott

Heimildaþættirnir Get Back fjalla um gerð síðustu plötu Bítlanna.
Heimildaþættirnir Get Back fjalla um gerð síðustu plötu Bítlanna.

Leikstjórinn Peter Jackson segir Bítlana ekki hafa viljað breyta neinu þegar kom að heimildarþáttunum Get Back sem nú eru sýndir á streymisveitunni Disney+. Sömu sögu var ekki að segja af streymisveitunni sem vildi helst taka út öll blótsyrði. Sjónarmið hinna eftirlifandi Bítla, Ringo Starr og Paul McCartney, urðu hins vegar ofan á. 

Í heimildarþáttunum, sem eru alls þrír og tveggja til þriggja klukkustunda langir, má heyra McCartney, Starr og John Lennon og George Harrison blóta. Þeir reykja einnig og er varað við bæði reykingunum og talsmátanum í byrjun hvers þáttar.

Jackson sagði í viðtali við NME að Bítlarnir hafi verið mjög harðir á því að þeir yrðu ekki sýndir í öðru ljósi. „Paul segir tökurnar vera mjög hráar. Hann sagði við mig: „Þetta er mjög nákvæm lýsing á því hvernig við vorum á þessum tíma.“ Ringo sagði: „Þetta er sannleikurinn“. Sannleikurinn er þeim mjög mikilvægur. Þeir vilja engan hvítþvott,“ sagði Jackson. 

Peter Jackson er leikstjóri Get Back.
Peter Jackson er leikstjóri Get Back. AFP

Auk þeirra McCartney og Starr komu ekkjur þeirra Lennons og Harrisons, Yoko Ono og Olivia Harrison, að framleiðslu heimildarþáttanna. 

„Ég bjóst við einhverjum athugasemdum eftir að þeir fengu að sjá lokaútgáfuna. Það hefði bara verið eðlilegt að óska eftir að láta taka eitthvað út, stytta einhver samtöl. En ég fékk ekki neitt. Ekki eina ósk um að breyta neinu. Einn þeirra sagðist hafa horft á þættina og það hefði verið ein mest kvíðavaldandi stund sem hann átti, en að hann hefði ekki viljað gera neinar athugasemdir,“ sagði Jackson. 

Heimildarþættirnir fjalla um gerð plötunnar Let It Be og kvikmyndina sem fylgdi í kjölfarið. Let It Be varð síðasta plata Bítlanna en þeir lögðu drög að henni í janúar árið 1969. Hinn 30. janúar sama ár fluttu þeir einnig tónleika á þakinu á tökuhúsi þeirra í London á Bretlandi. Í þáttunum má sjá efni aldrei hefur verið gefið út áður.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert jarðbundinn, hugrakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nánasta samband þitt verða innilegra og veita þér mikla hamingju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert jarðbundinn, hugrakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nánasta samband þitt verða innilegra og veita þér mikla hamingju.