Eyddi öllum myndum af Instagram

Kanye West vill sameina fjölskylduna sína aftur.
Kanye West vill sameina fjölskylduna sína aftur. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye, eins og hann heitir núna, hefur nú tekið upp á því að eyða út öllum myndafærslum á Instagram-reikningi sínum. Reikningurinn er enn virkur svo það er óvíst hvort Kanye West sé hættur á miðlinum eða hvort hann hafi í hyggju að byrja alveg upp á nýtt. 

Ye er með 9,5 milljónir fylgjenda á Instagram en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur sér pásu frá samfélagsmiðlinum frá því að hann stofnaði reikninginn árið 2016. Samkvæmt frétt frá People hefur hann nokkrum sinnum eytt aðgangi sínum og virkjað hann á nýjan leik eftir sinni hentisemi. 

Síðustu daga og vikur hefur Kanye West tjáð sig um hjónabandið við athafnakonuna Kim Kardashian. Hefur hann sagt opinberlega undanfarið að hans heitasta ósk sé að sameina fjölskyldu sína aftur, en fyrr á árinu skildu leiðir þeirra West og Kardashian. 

Ómögulegt er að geta til um ástæðuna að baki Instagram tiltektarinnar en ekki er óvíst að hún tengist á einhvern hátt hjónaskilnaðinum og að West vilji nú byrja á núlli.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.