Gucci fjölskyldan ósátt við nýja kvikmynd

Gucci fjölskyldan er ekki ánægð með House of Gucci.
Gucci fjölskyldan er ekki ánægð með House of Gucci. AFP

Gucci fjölskyldan hefur gagnrýnt hvernig farið er með sögu fjölskyldunnar í nýrri kvikmynd, House of Gucci. Segja þau fjölskylduna ekki vera sýnda í réttu ljósi og að í kvikmyndinni sé dregin upp sú mynd að fjölskyldan sé samansafn af sálarlausum skemmdarvörgum. 

Kvikmyndin House of Gucci var nýlega frumsýnd í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Með aðalhlutverk fer tónlistarkonan Lady Gaga sem leikur Patriziu Reggiani, Adam Driver sem fer með hlutverk Maurizio Gucci. Með önnur hlutverk fara Jared Leto og Al Pacino. 

Fjölskyldan tjáði sig í bréfi sem birt var í ítalska blaðinu ANSA

House of Gucci fjallar um morðið á Maurizo Gucci en það var eiginkona hans, Patrizia Reggiani, sem réði menn til að ráða hann af dögum. 

„Gucci fjölskyldan áskilur sér rétt til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að vernda nafn sitt og ímynd, sem og ástvini sína,“ segir í bréfinu. Þá finnst fjölskyldunni Aldo Gucci, sem leikinn er af Pacino, vera sýndur í sérlega slæmu ljósi og einnig Reggiani sem leikin er af Gaga.

„Það er virkilega sárt að sjá þetta svona, sérstaklega frá mannlegu sjónarhorni, og er móðgun við arfleifðina sem merkið er byggt á.“

Gucci fjölskyldan hefur sjálf ekki starfað innan Gucci tískuhússins síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Tískuhúsið er í eigu franska félagsins Kering. Fjölskyldan hefur ekki höfðað mál gegn framleiðendum kvikmyndarinnar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.