Vilhjálmur efaðist um samband Harry og Meghan

Vilhjálmur Bretaprins er sagður hafa efast um samband bróður síns …
Vilhjálmur Bretaprins er sagður hafa efast um samband bróður síns og Meghan. AFP

Harry Bretaprins reiddist bróður sínum, Vilhjálmi Bretaprins, þegar hann lét í ljós efa sinn um þáverandi kærustu Harrys, Meghan hertogaynju. Er Harry sagður hafa spurt bróður sinn hver hann héldi eiginlega að hann væri. Page Six greinir frá.

Þetta kemur fram í nýrri bók eftir Christopher Andersen, Brothers and Wives: Inside The Private Lives og William, Kate, Harry and Meghan. 

Umrætt atvik á að hafa gerst í september 2017 þegar Harry ýjaði að því að hann ætlaði að biðja Meghan að giftast sér. Á Vilhjálmur þá að hafa spurt af hverju hann væri að flýta sér. 

Í bókinni, sem fjallar um einkalíf þeirra bræðra og eiginkvenna þeirra, er sagt frá því hvernig nánustu vinir og fjölskylda Harrys hafi farið að hafa áhyggjur af því að hann væri farinn að hitta fráskilda konu sem hann hitti á blindu stefnumóti árið 2016.

Á meðal þeirra sem höfðu áhyggjur var Earl Spencer, móðurbróðir Harrys, og eiga þeir Spencer og Vilhjálmur að hafa rætt saman um að Harry ætti að hægja á sér í ástarmálunum.

Harry hafi svo reiðst mikið öllum þeim sem hann upplifði að væru á móti Meghan. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert jarðbundinn, hugrakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nánasta samband þitt verða innilegra og veita þér mikla hamingju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert jarðbundinn, hugrakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nánasta samband þitt verða innilegra og veita þér mikla hamingju.