Áfangasigur hjá Meghan

Meghan Markle er staðföst í baráttu sinni gegn bresku pressunni.
Meghan Markle er staðföst í baráttu sinni gegn bresku pressunni. AFP

Dómsmál Meghan Markle gegn Mail on Sunday heldur áfram. Markle bar sigur úr bítum í nýjustu viðureigninni en Associated Newspapers vildu réttarhöld um lögmæti þess að birta bréf Markle til föður síns. Því hefur verið hafnað. BBC greinir frá. 

Dómstólar höfðu áður dæmt Markle í hag en því var áfrýjað til æðri dómstóls. Nú er aftur búið að dæma Markle í hag í ljósi laga um einkalíf og höfundarrétt.

Meg­h­an sem er gift Harry Bretaprins höfðaði máli gegn út­gáfu blaðsins fyr­ir að birta kafla úr bréfi sem hún skrifaði til föður síns. Bréfið skrifaði her­togaynj­an árið 2018 en það birt­ist í nokkr­um grein­um árið 2019.

Lögfræðingar Markle hafa sagt að bréfin hafa verið svo persónuleg að það var alltaf ljóst að þeim var aldrei ætlað augum almennings. Dómarar í málinu voru sama sinnis, bréfin ættu ekki erindi til almennings.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert jarðbundinn, hugrakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nánasta samband þitt verða innilegra og veita þér mikla hamingju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert jarðbundinn, hugrakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nánasta samband þitt verða innilegra og veita þér mikla hamingju.