Arnaldur trónir á toppnum eftir nóvember

Sigurverk Arnalds Indriðasonar trónir á toppnum eftir nóvember.
Sigurverk Arnalds Indriðasonar trónir á toppnum eftir nóvember. mbl.is/Árni Sæberg

Bókin Sigurverkið eftir Arnald Indriðason var söluhæsta bók 1. - 29. nóvember. Þetta kemur fram í nýútgefnum lista sem Félag íslenskra bókaútgefenda sendi frá sér. Allir helstu metsöluhöfundar landsins, sem gefa út bók fyrir þessi jólin, raða sér í efstu sætin yfir mest seldu bækurnar í nóvember. 

Í öðru sæti er Lok, lok og læs eftir Yrsu Sigurðardóttir en bók Ragnars Jónassonar, Úti, er í því fjórða. 

Birgitta bankar á dyrnar annað árið í röð

Söngkonan og nú metsöluhöfundurinn Birgitta Haukdal á þriðju mest seldu bókina í nóvember, Lára bakar, en um er að ræða hennar nýjustu bók í seríunni um Láru og Ljónsa. Fyrir síðustu jól átti hún fimm af sextán mest seldu barna- og unglingabókunum og sagði í viðtali við Morgunblaðið að það hefði komið henni mikið á óvart. 

Í ár gaf hún einnig út bókina Lára lærir á hljóðfæri og er hún sjötta mest selda bókin í nóvember. Bækurnar tvær eru einnig tvær mest seldu barnabækurnar á sama tímabili. Á lista yfir tíu mest seldu barna- og unglingabækurnar á Birgitta fjórar.

Mest seldu bækurnar 1.- 29. nóvember 2021

  1. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason
  2. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Lára bakar - Birgitta Haukdal
  4. Úti - Rangar Jónasson 
  5. Útkall: Í auga fellibylsins
  6. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 
  7. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason
  8. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmdarsdóttir, Kristín Hildur
  9. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson
  10. Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja - Gunanr Helgason
  11. Jól á eyjahótelinu - Jenny Colgan
  12. Jómfrúin - Jakob E. Jakobsson
  13. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir
  14. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingólfsson
  15. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding
  16. Læknirinn í englaverksmiðjunni - Ásdís Halla Bragadóttir
  17. Rætur: Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 
  18. Jól með Láru - Birgitta Haukdal 
  19. Bílamenning: Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 
  20. Horfnar - Stefán Máni
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant