Helmingur hafnar greiðslu fyrir jarðarfarirnar

Travis Scott.
Travis Scott. AFP

Helmingur fjölskyldna þeirra sem létust á tónleikum rapparans Travis Scott, Astroworld, hafa hafnað tilboði Scott um að hann greiði fyrir jarðarfarir fórnarlambanna. 

Á vef BBC segir að meðal fjölskyldanna er fjölskylda Ezra Blount sem var níu ára þegar hann lést eft­ir að hafa troðist und­ir í öngþveiti á tónleikunum í Texas-ríki. Hann var yngstur þeirra tíu sem létust.

Scott bauðst til þess að greiða fyrir jarðarfarirnar í síðustu viku eftir að þó nokkrir stefndu honum. Lögmaður fjölskyldu hins 14 ára gamla John Hilgert sagði boð Scott vera „niðrandi og óviðeigandi“.

„Af öllu því sem þetta mál snýst um er það minnsta áhyggjuefnið,“ sagði lögmaðurinn varðandi jarðarfarakostnaðinn. „Fjölskyldan vill sjá breytingar og tryggja að þetta gerist aldrei aftur á tónleikum.“

Tíu létust á tónleikunum.
Tíu létust á tónleikunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant