Reyndi að taka lyf við samkynhneigðinni

Colton Underwood.
Colton Underwood.

Bachelor-stjarnan Colton Underwood glímdi við mikla andlega erfiðleika þegar hann uppgötvaði að hann hreifst að öðrum karlmönnum. Þá reyndi hann að lækna sig af samkynhneigðinni með því að taka lyf. 

„Ég var svo mikið að reyna að bæla niður kynhneigð mína að ég tók kvíða- og þunglyndislyf daglega, og það gerði mig mjög taugaóstyrkan,“ sagði Underwood í nýjum heimildaþáttum, Coming Out Colton, á Netflix. 

Underwood greindi frá því fyrr á þessu ári að hann væri samkynhneigður, en hann hafði áður öðlast frægð í raunveruleikaþáttunum Bachelor. 

„Ég treysti ekki mörgum á þessum tíma, og var að reyna gera allt í veröldinni til að vernda leyndarmálið mitt,“ sagði Underwood. Hann lenti á botninum eitt kvöldið, þegar hann tók mikið magn af lyfinu Xanax og vonaði að hann myndi ekki vakna aftur daginn eftir. 

Það var stuttu eftir að hann hætti með kærustu sinni Cassie Randolph, sem hann kynntist í Bachelor. Hann segist hafa átt mjög erfitt eftir sambandsslitin en að það afsaki þó ekki hegðun hans á þeim tíma. Eftir sambandsslitin fékk Randolph meðal annars nálgunarbann gegn honum, en hann hafði komið fyrir staðsetningarbúnaði á bíl hennar og fylgdist með ferðum hennar. 

„Ég gerði mistök og ég viðurkenni það,“ sagði Underwood.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.