Feðgar talast við en sambandið laskað

Samband Karls Bretaprins og Harrys Bretaprins er laskað.
Samband Karls Bretaprins og Harrys Bretaprins er laskað. Samsett mynd

Feðgarnir Karl Bretaprins og Harry Bretaprins hafa ekki séð hvorn annan í persónu í að verða átta mánuði. Fegðarnir talast þó við þó heimildir Page Six hermi að samband þeirra sé laskað eftir átök síðustu ára. 

Karl og Harry sáust síðast við útför föður Karls og afa Harrys, Filippusar hertoga af Edinborg. Útförin var í apríl á þessu ári. Síðan þá hefur Harry eignast dóttur með eiginkonu sinni Meghan hertogaynju. 

„Karl varð mjög sár þegar Harry og Meghan dembdu því á fjölskylduna að þau ætluðu að stíga til hliðar og flytja til útlanda. Ég held að þeir hafi ekki talað saman í langan tíma, en nú eru samskiptin ágæt. Ég held það sé ekki dans á rósum, það er ekki eins og þeir setjist niður í hverri viku og spjalli saman í símann,“ sagði heimildamaður Page Six um málið. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert jarðbundinn, hugrakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nánasta samband þitt verða innilegra og veita þér mikla hamingju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert jarðbundinn, hugrakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nánasta samband þitt verða innilegra og veita þér mikla hamingju.