Hræðist ekki dauðann

Michael J. Fox hræðist ekki dauðann.
Michael J. Fox hræðist ekki dauðann. mbl

Leikarinn Michael J. Fox, sem greindist með Parkinson's sjúkdóminn fyrir um þrjátíu árum, hræðist ekki dauðann. Hann er hamingjusamur með sitt líf þó að engin lækning við sjúkdómnum sé í sjónmáli. 

„Ég tala mjög opinskátt við fólk um lækningu. Þegar fólk spyr mig hvort ég muni einhvern tíman losna við Parkinsons segi ég þeim að ég er sextugur og að vísindin séu erfið. Þannig að nei, ég mun ólíklega læknast á minni ævi. Ég er almennt hamingjusamur maður. Það er ekki óhugnanleg hugsun í höfði mínu, ég er ekki hræddur við dauðann,“ sagði Fox í viðtali við tímaritið AARP

Fox bætti við að þegar hann missti tengdaföður sinn fór hann að velta fyrir sér sínum eigin dauða. „En þegar ég komst út úr því myrkri, þá hafði ég innsýn í líf tengdaföður míns sem lést og var alltaf þakklátur og hugrakkur,“ sagði Fox og bætti við að í kjölfarið hafi hann byrjað að taka eftir því hverju hann var þakklátur. Hann tók einnig eftir því hvernig annað fólk tókst á við erfiðleika með þakklæti.

„Og ef þú heldur að þú hafir ekkert til að vera þakklátur fyrir, skaltu halda áfram að leita. Því þú færð ekki bara bjartsýni og jákvæðni. Þú getur ekki beðið eftir því að hlutirnir verði góðir og verið svo þakklátur fyrir það. Þú verður að haga þér í samræmi við það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant