Björgólfur og Kristín fögnuðu frú Ritchie

Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir.
Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir.

Athafnamaðurinn Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og eiginkona hans, Kristín Ólafsdóttir, fögnuðu stórafmæli bresku stjörnunnar Jacqui Ritchie á dögunum. Frú Ritchie er meðal annars þekkt fyrir að vera eiginkona leikstjórans Guy Ritchie. Leikstjórinn er líkt og Björgólfur góður vinur Davids Beckhams. 

Jacqui Ritchie sem reglulega er fjallað um í breskum götumiðlum fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum. Björgólfur og Kristín sendu henni afmæliskveðju á Instgram sem hún endurbirti í vikunni.

„Til hamingju með afmælið elsku Jacqui – takk fyrir frábært partí,“ skrifaði Björgólfur til frú Ritchie og birti mynd af þeim saman. Frú Ritchie lýsti Björgólfi þá á þann veg að hann hefði farið síðastur heim. Kristín birti einfaldlega mynd og sagði frú Ritchie að þær hefðu skemmt sér vel saman. 

Jacqui Ritchie endurbirti kveðjur á Instagram í vikunni.
Jacqui Ritchie endurbirti kveðjur á Instagram í vikunni. Samsett mynd

Björgólfur sést reglulega í félagsskap með Ritchie-hjónunum og stundum er knattspyrnustjarnan David Beckham með. Félagarnir hafa veitt saman á Íslandi og horfðu þeir saman á undanúrslitaleik Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í knattspyrnu í sumar. 

Jacqui Ritchie hélt greinilega stórglæsilega afmælisveislu í tilefni fertugsafmælisins. Hún birti myndir af sér úr veislunni á Instagram þar sem hún var klædd eins og drottning. Sagðist hún vera þakklát að verða fertug umkringd fjölskyldu og vinum frá öllum heimshornum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.