Opinberaði krabbameinið óvart

Mark Hoppus ætlaði ekki að deila fréttunum af krabbameininu.
Mark Hoppus ætlaði ekki að deila fréttunum af krabbameininu. AFP

Tónlistarmaðurinn Mark Hoppus ætlaði sér ekki að opinber að hann væri með krabbamein en mistök hans ollu því að allur heimurinn komst að því að hann væri í meðferð við krabbameini.

Hoppus, sem þekktastur er fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Blink-182, greindi frá því á Instagram að hann væri með krabbamein. Þá setti hann óvart mynd í story fyrir alþjóð, sem hann ætlaði að setja inn fyrir lokaðan hóp vina. Við myndina skrifaði hann: „Já halló. Eina krabbameinsmeðferð, takk.“ Atvikið varð í júní síðastliðinn en Hoppus hefur nú sigrast á meininu. 

Í viðtali við GQ segist Hoppus hafa verið í krabbameinsmeðferðinni þegar hann fær símtal frá umboðsmanni sínum sem spurði hvort hann hafi ætlað að deila því opinberlega að hann væri í meðferðinni. 

Stuttu seinna fær hann símtöl frá útvarpsstöðum sem og fjölskyldu og vinum sem hann hafði ekki enn sagt frá krabbameininu. 

„Kannski vildi hluti af mér, ómeðvitað, deila myndinni með öllum, en ég ætlaði klárlega ekki að gera það meðvitað,“ sagði Hoppus. Sama dag sendi hann frá sér formlega tilkynningu um að hann væri með krabbamein. 

Hoppus glímdi við illkynja eitilfrumuæxli en er nú laus við það. Hann þarf þó að fara í skoðun á sex mánaða fresti næstu árin.

Myndin sem Hoppus deildi óvart opinberlega.
Myndin sem Hoppus deildi óvart opinberlega. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson