Væri ekki hér án hans

Nicole Kidman talar vel um eiginmann sinn Kieth Urban.
Nicole Kidman talar vel um eiginmann sinn Kieth Urban. AFP

Nicole Kidman er alltaf dugleg að tala vel um eiginmann sinn, sveitasöngvarann Keith Urban. Á frumsýningu myndarinnar Being the Ricardos sagði hún eiginmann sinn vera klettinn sinn en Kidman og Urban hafa verið gift í 15 ár. 

„Ég meina, í hreinskilni sagt þá væri ég ekki hérna án hans. Svo ég segi það með ótrúlegri ást og þakklæti að hann er kletturinn minn. Hann er mér allt,“ sagði Kidman um eiginmann sinn í viðtali á vef ET. 

Hjónin sem eiga saman tvær dætur héldu upp á 15 ára brúðkaupsafmæli sitt í sumar sem telst nokkuð afrek í Hollywood. 

„Ég var stödd á gala­kvöldi með syst­ur minni í Los Ang­eles og við heilluðumst báðar af hon­um þarna. Hann hélt ræðu þetta kvöld um móður sína og var svo ein­læg­ur. Það var þá sem hann fangaði augu mín. Syst­ir mín hallaði sér að mér og sagði: Jæja, það ger­ist ekki mikið betra en þetta,“ sagði Kidm­an um hvernig hún kynntist honum í viðtali við Harper's Baaz­ar í haust. 

Kidm­an sagði í sama viðtali að þau væru ólík en málamiðlanir væru lykillinn að farsælu hjónabandi. 

„Það er þrot­laus vinna að vera í hjóna­bandi. Við erum alltaf að vinna okk­ur í gegn­um eitt­hvað. Það er hluti af ást­inni. Maður þarf að gefa og taka þegar maður er ást­fang­inn og ég vil að maður­inn minn fái allt það besta út úr líf­inu og hann vill mér það sama.“

Kieth Urban og Nicole Kidman árið 2017.
Kieth Urban og Nicole Kidman árið 2017. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.