Mættu föst saman í partí

Megan Fox og Machine Gun Kelly.
Megan Fox og Machine Gun Kelly. Samsett mynd

Ofurparið Megan Fox og Machine Gun Kelly mættu bókstaflega föst saman í útgáfupartí hjá UN/DN LAQR þegar ný naglalakkalína var frumsýnd. Naglafræðingurinn Brittney Boyce var fengin til að festa neglur parsins saman með keðju. Þau gátu því ekki farið langt hvort frá öðru þetta kvöld.

„Eftir að neglurnar höfðu þornað gataði ég eina nögl á þeim báðum og bætti við hringjum á þær. Svo festi ég tvær keðjur við neglurnar þannig að þau gætu hlekkjað sig saman,“ útskýrði Boyce, sem er jafnframt stofnandi fyrirtækisins Nails of LA. Page Six greinir frá.

Machine Gun Kelly og Megan Fox mættu hlekkjuð saman á …
Machine Gun Kelly og Megan Fox mættu hlekkjuð saman á nöglunum í útfgáfuteiti. Skjáskot/Instagram

Bandaríska vörumerkið UN/DN LAQR hannar kynlausar snyrtivörur á borð við naglalökk og er Machine Gun Kelly andlit nýjustu línunnar. Litir línunnar eru frekar sterkir. Svo sem grasgrænn, nammi bleikur, eldrauður, svartur, pastel fjólublár og svo lengi mætti upp telja. En Machine Gun Kelly er einmitt þekktur fyrir mikla litadýrð í fatavali. 

Turtildúfurnar komu stórglæsileg fram í samskonar klæðnaði þar sem svört litbrigði og silfraðar keðjur spiluðu aðal hlutverkið.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem er að glepja þig þessa dagana en þú verður að taka á honum stóra þínum og sinna þínum störfum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem er að glepja þig þessa dagana en þú verður að taka á honum stóra þínum og sinna þínum störfum.