Martha Stewart komin með kærasta

Martha Stewart er komin með kærasta.
Martha Stewart er komin með kærasta. AFP

Viðskiptakonan og sjónvarpsstjarnan Martha Stewart er komin með kærasta. Frá þessu greindi hún í viðtali í Watch What Happens Live í síðustu viku. 

Stewart vildi ekki segja frá hver sá heppni væri eða hversu lengi þau hefðu verið í sambandi. Hún staðfesti þó að hún væri ekki einhleyp. 

Þótt hin áttræða Stewart vildi ekki tala um yfirstandandi ástarsamband opnaði hún sig um samband sitt við sjónvarpsmanninn Larry King sem lést í janúar á þessu ári. 

Stewart segir þau King hafa farið í kvöldverð saman á veitingastaðinn Ello í New York. Á þeim tíma hafi hún haldið að þau væru bara vinir, en annað kom á daginn. 

„Ég hélt við værum bara að fara tala um blaðamennsku og eitthvað þannnig og síðan varð hann smá rómantískur,“ sagði Stewart en vildi þó ekki segja betur frá kvöldinu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.