„Mun alltaf elska leikinn meira en mig“

Söngkonan Grimes syngur um sinn fyrrverandi í nýjasta smelli sínum, …
Söngkonan Grimes syngur um sinn fyrrverandi í nýjasta smelli sínum, Player of Games. Skjáskot/Instagram

Kanadíska söngkonan Grimes gerir upp sambandsslitin við fyrrverandi kærasta sinn, milljarðamæringinn og forstjóra Space X, Elon Musk, í nýútgefnum smelli sínum sem heitir Player of Games. 

Texti lagsins gefur til kynna að Grimes sé fremur gröm út í Musk og sambandsslitin. Grimes syngur um að hafa verið „ástfangin af besta leikmanninum“ og því næst segir í textanum; „Hann mun alltaf elska leikinn meira en hann elskar mig,“ en samkvæmt frétt frá Daily Mail á Grimes augljóslega við um sinn fyrrverandi.

Auk þess vísar hún í geimferðir sem Musk leitast við að gera aðgengilegar almenningi í nánustu framtíð. En Elon Musk hefur lengi mótað hugmyndir sínar í gegnum tölvuleiki sem myndband við lagið gefur góða innsýn í. „Sigldu í burtu út í kalda víðáttu geimsins. Jafnvel ástin getur ekki haldið þér á þínum stað,“ syngur Grimes um forstjóra Space X. 

Parið sleit samvistum í lok september á þessu ári en saman eiga þau soninn X Æ A-Xii, sem er aðeins eins árs gamall.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.