Sjáðu fyrstu stikluna úr Aftur til Hogwarts

Fyrsta stiklan úr Harry Potter: Aftur til Hogwarts er komin …
Fyrsta stiklan úr Harry Potter: Aftur til Hogwarts er komin út. Skjáskot/Youtube

Harry Potter aðdáendur um heim allan glöddust mikið í nóvember þegar greint var frá því að gerð yrði 20 ára afmælisþáttur um galdrastrákinn vinsæla Harry Potter. Afmælis þátturinn er titlaður Back to Hogwarts eða Aftur til Hogwarts en fyrsta stiklan fyrir þáttinn fór í loftið í dag. 

Kvikmyndaævintýri Harry Potters hófst fyrir 20 árum þegar kvikmyndin Harry Potter og viskusteinninn kom út. Aftur til Hogwarts verður frumsýnd á streymisveitu HBO Max hinn 1. janúar 2022.

Aðalleikararnir þrír, Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint, taka öll þátt í verkefninu auk fjölda aukaleikara á borð við Helenu Bonham Carter, Ralph Fiennes, Jason Isaacs, Gary Oldman, Tom Felton, James Phelps, Oliver Phelps, Bonnie Wright, Alfred Enoch og Evanna Lynch. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson