Dramatíkin nær hápunkti í Hörpu

Piparsveinninn Clayton Echard í Hörpu.
Piparsveinninn Clayton Echard í Hörpu. skjáskot/YouTube

Piparsveinninn Clayton Echard, aðalstjarna 26. þáttaraðar af bandarísku raunveruleikaþáttunum The Bachelor, afhendir síðustu rósina í þáttunum í Hörpu hér á Íslandi. Fyrsta stiklan fyrir þáttaröðina var gefin út í dag.

Í stiklunni má sjá fjölda skota frá Íslandi, þar á meðal úr Sky Lagoon, Ingólfsskála og úr fjórhjólaferð. Serían virðist mjög dramatísk og virðist mesta dramað hafa átt sér stað hér á Íslandi. Þá nær dramatíkin hápunkti þegar kemur að kvöldstundinni í Hörpu og má sjá vonbiðla piparsveinsins í grátkasti í tröppum hússins.

mbl.is greindi frá því í nóvember síðastliðnum að tökur á Bachelor færu hér fram. 

Stikluna má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler