Kardashian í uppnámi vegna framhjáhaldsbarnsins

Mæðgurnar True Thompson og Khloé Kardashian.
Mæðgurnar True Thompson og Khloé Kardashian. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian er miður sín eftir að hafa komist að því að fyrrverandi unnusti hennar og barnsfaðir, Tristan Thompson, hafi barnað aðra konu á meðan þau tvö voru enn saman. Var það ekki í fyrsta og eina skiptið sem körfuboltamaðurinn Thompson hélt framhjá Kardashian.

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins Page Six barnaði Thompson einkaþjálfara sinn, Maralee Nichols, en getnaðurinn átti sér stað í mars á þessu ári. Sambandi Thompsons og Kardashian lauk hins vegar ekki fyrr en í maí. 

„Hún er í miklu uppnámi eftir að hafa komist að því að hann hélt framhjá henni enn eina ferðina,“ er haft eftir heimildarmanni Page Six. „Hún trúir því bara ekki að hann sé orðinn pabbi aftur,“ en Maralee Nichols eignaðist barnið í síðustu viku.

Þau Kardashian og Tristan Thompson eiga saman dótturina True, sem er þriggja ára. Eftir að Kardashian uppgötvaði þetta tiltekna framhjáhald hefur hún áhyggjur af samskiptum sínum við sinn fyrrverandi í framtíðinni. Þá segir hún hugmyndina um að viðhalda heilbrigðu og góðu sambandi við barnsföður sinn í uppeldi True í uppnámi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hrökkva frá þótt aðrir líti til þín um hugmyndir og framkvæmd mála. Ef til væri maraþon tilfinninganna myndir þú komast á leiðarenda án áreynslu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki hrökkva frá þótt aðrir líti til þín um hugmyndir og framkvæmd mála. Ef til væri maraþon tilfinninganna myndir þú komast á leiðarenda án áreynslu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Patricia Gibney
4
Laila Brenden