Segist ekki hafa skipulagt árásina

Bandaríski leikarinn Jussie Smollett neitar ásökunum.
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett neitar ásökunum. AFP

Bandaríski leikarinn Jussie Smollett segist ekki hafa skipulagt árásina gegn sjálfum sér. Réttarhöld hófust yfir Smollet í Chicago í Bandaríkjunum í gær.

Smollett er gert að sök að hafa skipulagt árás sem beindist gegn honum sjálfum til þess að komast í fréttir og fá hærri laun fyrir vinnu sína. Atvikið átti sér stað í janúar árið 2019. 

Þá réðust tveir grímuklæddir menn að Smollet er hann var á gangi nálægt heimili sínu í Chicago að næturlagi. Var árásin sögð hatursglæpur en Smollett er bæði samkynhneigður og svartur. 

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Smollett hefði skipulagt árásina gegn sjálfum sér. Hann er sakaður um að hafa sent sjálfum sér hótunarbréf þar sem niðrandi orð eru höfð um hann á grundvelli kynhneigðar og hörundslitar. Lögregla segir hann hafa ráðið tvo félaga sína, bræðurna Olabinjo og Abimbola Osundario, til að ráðast á sig. Er hann sagður hafa greitt bræðrunum 3.500 bandaríkjadali fyrir verkið.

Smollett hefur staðfastlega neitað ásökunum lögreglu og sagt árásina raunverulega. 

Sveitarfélagið Cook County höfðar málið gegn Smollett. Ákæruvaldið lét upphaflega málið niður falla í mars 2019 en hann var ákærður í 16 liðum. Þá sendi sveitarfélagið leikaranum reikning til að greiða fyrir aukavinnu lögreglu við rannsóknina. 

Cook County höfðaði aftur mál gegn honum í febrúar á síðasta ári, nú í sex ákæruliðum. 

Verði Smollett fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisdóm. 

Smollett ásamt móður sinni í Chicago í gær.
Smollett ásamt móður sinni í Chicago í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson