Hélt að hann myndi breytast

Khloé Kardashian og Tristan Thompson hættu saman í maí. Nýlega …
Khloé Kardashian og Tristan Thompson hættu saman í maí. Nýlega komst upp um enn annað framhjáhald hans.

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian hélt að barnsfaðir hennar, körfuboltastjarnan Tristan Thompson, myndi breytast. Thompson er sagður hafa barnað einkaþjálfara í vor á meðan hann var í sambandi með Kardashian. 

Hin nýbakaða móðir, einkaþjálfarinn Maralee Nichols, fór í mál við Thompson og krefst meðlags og peninga vegna meðgöngunnar að því er fram kemur í dómsskjölum sem People hefur undir höndum. Barnið, sem fæddist fyrir nokkrum dögum, var getið í mars en Thompson og Kardashian hættu saman í maí. Körfuboltastjarnan játar í skjölunum að hafa sofið að minnsta kosti einu sinni hjá Nicholas. 

Heimildarmaður People segir að hin 37 ára gamla Kardashian viti af barninu. Parið fyrrverandi átti í stormasömu sambandi en þau voru saman í mars. Vinir Kardashian eru sagðir hafa reynt að telja hana á að taka ekki aftur við Thompson eftir fyrri framhjáhöld hans. Hún ákvað þó að vera með honum vegna þess að hún trúði því að hann myndi breytast og vildi halda fjölskyldunni saman fyrir dóttur þeirra True, sem er þriggja ára. 

„Hún er bara frábær manneskja sem vill sjá það jákvæða í fólki,“ sagði heimildarmaður. „Þetta er bara sorgleg staða fyrir hana.“ Samband Kardashian og Thompsons var ekki gott þegar þau voru saman í útgöngubanni í heimsfaraldrinum en Kardashian hélt að allt myndi batna þegar hann færi aftur að spila körfubolta. „Hún vonaðist bara til þess að hann yrði henni trúr.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson