Segir lífið á Playboy-setrinu hafa verið ógeðslegt

Holly Madison segir frá lífinu í Playboy setrinu í nýjum …
Holly Madison segir frá lífinu í Playboy setrinu í nýjum heimildaþáttum sem koma út á næsta ári. David Becker

Holly Madison, fyrrverandi Playboy-leikfélagi, segir lífið á Playboy-setrinu hafa verið ógeðslegt. Madison var um tíma í sambandi með Hugh Hefner, stofnanda Playboy-tímaritsins, og segir hann hafa beitt sig andlegu og tilfinningalegu ofbeldi. 

Madison greinir frá þessu í nýjum heimildaþáttum, Secrets of Playboy, sem sýndir verða í janúar á næsta ári.

„Mér leið eins og ég væri í vítahring af ógeðslegum hlutum og vissi ekki hvað ég gæti gert,“ segir Madison í nýrri stiklu fyrir þættina. 

Madison segir Hefner hafa beitt sig andlegu og tilfinningalegu ofbeldi á árunum 2001 til 2008. Hefner lést 91 árs gamall árið 2017.

„Þar kom að ég brotnaði undan álaginu og fannst ég þurfa að líta nákvæmlega út eins og allir aðrir,“ sagði Madison. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Láttu það ekki buga þig þótt verkefni þitt sé erfiðara en þú bjóst við.