Faðir prinsessunnar hefur trú á henni

Charlene prinsessa af Mónakó.
Charlene prinsessa af Mónakó. AFP

Char­lene prins­essa af Mónakó dvelur á meðferðarheimili en aðeins eru nokkrar vikur síðan hún kom heim eftir sex mánaða dvöl frá Suður-Afríku. Faðir hennar hefur tröllatrú á dóttur sinni sem hefur ekki getað sinnt sjö ára gömlum tvíburum sínum í marga mánuði. 

Prinsessan er sögð vera í hvíldarinnlögn eftir erfitt ár en heilsuhælið sem hún liggur inni á er ekki í Mónakó. Al­bert fursti, eiginmaður Char­lene prins­essu, seg­ir hana vera úr­vinda af þreytu, bæði and­lega og lík­am­lega. 

Char­lene keppti í sundi á Ólympíuleikunum fyrir hönd Suður-Afríku áður en hún gekk í hjónaband með Alberti. Faðir hennar, Michael Wittstock, telur að sundferill hennar hjálpi henni á næstu mánuðum. „Miðað við hvernig hún æfði þá veit ég að hún er sterk og mun komast í gegnum þetta og verður sterkari,“ sagði faðir hennar í viðtali við suðurafríska miðilinn You að því fram kemur á vef People

Foreldrar Charlene máttu ekki heimsækja hana vegna kórónuveirufaraldursins. „Við töluðum saman reglulega í síma og ég talaði við tvíburana. Við eigum í góðu sambandi,“ sagði móðir prinsessunnar. 

Prins­ess­an var föst í Suður-Afríku. Hún var með svæsna sýk­ingu í eyr­um, kinn­hol­um og hálsi sem gerði það að verk­um að hún átti erfitt með að kyngja. Veikindin komu í veg fyrir að hún mætti fljúga heim til Mónakó. 

Jacquesprins og Gabriella prinsessa ásamt föður sínum í nóvember.
Jacquesprins og Gabriella prinsessa ásamt föður sínum í nóvember. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson