Viðurkennir framhjáhaldið

Tristan Thompson viðurkennir í dómsskjölunum að hann hafi átt í …
Tristan Thompson viðurkennir í dómsskjölunum að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við einkaþálfarann Maralee Nichols. Hann segist þó ekki eiga barnið sem hún fæddi hinn 1. desember. AFP

NBA-leikmaðurinn Tristan Thompson viðurkennir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við einkaþjálfarann Maralee Nichols. Thompson segist ekki vera faðir barnsins sem hún fæddi í heiminn hinn 1. desember síðastliðinn. 

Þetta kemur fram í skjölum sem hann lagði fyrir dómara en hún hefur lagt fram kröfu hjá dómara um að hann greiði henni meðlagsgreiðslur og greiði fyrir hluta kostnaðar sem hún þurfti að leggja fram á meðgöngunni. Daily Mail greinir frá og birtir myndir af dómsskjölunum.

Thompson segir í skjölunum að þau Nichols hafi hitt hvort annað af og til yfir nokkurra mánaða tímabil frá desember 2020 og fram til 13. mars 2021. Hann segir þau ekki hafa stundað kynlíf í Kaliforníu á þeim tíma sem Nichols heldur fram í máli sínu. Hún segir barnið hafa verið getið í apríl.

Á þessum tíma var Thompson í sambandi með fyrrverandi raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian. 

Í skjölunum segir Thompson að hann hafi átt í samskiptum við Nichols í gegnum samskiptaforritið Snapchat undir nafninu „blkjesus00“ og að þar hafi þau rætt hvar þau ætluðu að hittast næst.

„Þó hún hafi tilgreint næstum því alla daga sem hún áætlar að við höfum átt í kynferðislegu sambandi, þá skilur hún eftir eina daginn sem hún man ekki til þess að við höfum stundað kynlíf, 13. mars 2021, afmælisdaginn minn, í Houston, sem er eini dagurinn sem barnið hefði getað verið getið svo það gæti fæðst 1. desember 2021. Eins og ég hef komið að áður, snerist samband okkar um kynlíf. Við hefðum ekki hist í Houston ef við hefðum ekki ætlað að stunda kynlíf,“ skrifar Thompson.

Nichols fer fram á barnabætur frá Thompson undir lögum Kaliforníuríkis en Thompson vill færa málið yfir til Texasríkis þar sem hann þarf að greiða lægra meðlag í því ríki. 

Nichols heldur því fram að þau hafi getið barnið í Kaliforníu og segir þau hafa hist af og til fimm mánuði áður en hún varð ólétt. Hún heldur því einnig fram að hann hafi boðið henni 75 þúsund bandaríkjadali til að fara í þungunarrof og tjá sig ekki um málið opinberlega.

Thompson neitar þeim ásökunum.

mbl.is
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.