Björgvin í geggjuðu stuði með Svölu og Eyþóri

Eins vinsælasta poppstjarna Íslands, Björgvin Halldórsson, var í einstöku stuði í Nýju Laugardalshöllinni rétt í þessu. Þar var hann að hita upp fyrir tónleikana Jólagesti Björgvins sem fram fara á morgun. Hann verður með tvenna tónleika í Nýju Laugardalshöllinni klukkan 17.00 og 21.00. Einnig er hægt að komast á tónleikana heima í stofu í gegnum streymi á myndlykli Símans og NovaTV og eru þeir tónleikar klukkan 20.30. 

Með honum í för eru hin eftirsótta Jóhanna Guðrún ásamt Eyþóri Inga, Gissuri Páli, Svölu Björgvins, Högna, Sverri Bergmann, Stefaníu Svavars og Margréti Rán. Þar verður líka Jólastjarnan 2021, Fríður París Kristjánsdóttir. 

Hljómsveitin Heimilistónar koma fram en þær sigruður Jólalagakeppni Rásar 2. 

Óhætt er að segja að þessir tónleikar séu með því metnaðarfyllsta sem gerist í íslensku jólatónleika flórunni enda eru þeir haldnir í 14 skipti sem þykir nokkuð gott. 

Þetta er þó ekki allt upptalið því Stórsveit Jólagesta undir stjórn Þóris Baldurssonar, strengjasveit undir stjórn Geirþrúðar Ásu Guðjónsdóttur, Reykjavík Gospel Company undir stjórn Óskars Einarssonar, Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar, Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og dansarar úr Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar verða líka á svæðinu. 

HÉR getur þú skoðað tónleikana nánar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson