Hlýtur heiðursverðlaun eftir heimilisofbeldið

Mel B heiðruð fyrir vel unnin störf í þágu fórnarlamba …
Mel B heiðruð fyrir vel unnin störf í þágu fórnarlamba ofbeldis. mbl.is/AFP

Kryddpían Mel B hlýtur MBE-heiðursverðlaun Bresku konungsfjölskyldunnar fyrir framlag sitt til málefna tengdum fórnarlömbum heimilisofbeldis. Mel B hefur upplifað slíkt ofbeldi á eigin skinni og því skiptir þessi barátta hana miklu máli.

Mel B opnaði sig fyrst árið 2017 um hrottalegt heimilisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns, Stephen Belafonte. Sagði hún hann hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi í heilan áratug á meðan á hjónabandi þeirra stóð. Heimildir herma að kryddpían hafi reynt að taka sitt eigið líf í kjölfar ofbeldisins og um það leyti sem tökur stóðu yfir á bresku X-Factor hæfileikakeppninni árið 2014, en Mel B var í hlutverki dómara í þeirri þáttaröð.

Hefur nýtt sína eigin reynslu

„Þetta er svo verðskuldað. Þrátt fyrir allan þann feril sem hún á í sjónvarpi og tónlist þá er þetta eitt stærsta afrek hennar,“ er haft eftir heimildarmanni. Fréttamiðillinn The Sun greinir frá. „Hún hefur hjálpað svo mörgum konum sem hafa verið að þjást. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að hjálpa konum sem eru í sömu stöðu og hún var í.“

Síðan hún skildi við skildi við ofbeldismanninn Belafonte hefur hún unnið hörðum höndum að því að leggja sitt af mörkum við að aðstoða önnur fórnarlömb ofbeldis í nánum samböndum. Gekk hún til liðs við hjálparsamtökin Woman's Aid sem hefur veitt konum í erfiðum aðstæðum ráðgjöf og vernd og aðstoðað þær við að binda endi á ofbeldissambönd. Mel B sagði í samtali við breska fjölmiðla fyrr á árinu að ofbeldið hafi tekið sinn toll af andlegri heilsu hennar en að sama skapi hafi það gert mikið fyrir hana að nýta reynsluna í að hjálpa öðrum. Má því segja að heiðursverðlaunin séu hluti af uppskerunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler