Hætt að fylgjast með systur sinni

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Poppprinsessan Britney Spears byrjaði nýtt ár á að hreinsa til í kringum sig og er hún nú hætt að fylgja systur sinni, Jamie Lynn Spears, á samfélagsmiðlinum Instagram. 

Systurnar hafa verið góðar vinkonur í gegnum tíðina en eftir að Britney losnaði undan forræði föður síns hefur ágreiningur verið á milli þeirra. Samkvæmt fréttamiðlinum Page Six hefur Britney ásakað systur sína um að hafa verið meðvirk og ekki stutt nægilega við bak hennar þegar hún barðist fyrir sjálfræði. 

Britney Spears fylgist nú aðeins með 46 instagramnotendum. Þar ber helst að nefna unnusta hennar, Sam Asghari, tónlistarkonur á borð við Lady Gaga, Selenu Gomez, Madonnu og Miley Cyrus og góðvinkonu hennar til fjölda ára, Paris Hilton.

Jamie Lynn Spears heldur áfram að fylgjast með systur sinni, í bili að minnsta kosti. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort þær systur nái fram sáttum á einn eða annan hátt í náinni framtíð.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir hitt fyrir manneskju sem heillar þig algerlega upp úr skónum í dag. Reyndu að temja þér ráðkænsku og háttvísi í samtölum við maka og nána vini.