Peter Bogdanovich látinn

Peter Bogdanovich leikstjóri.
Peter Bogdanovich leikstjóri. AFP

Leikstjórinn Peter Bogdanovich lést í dag, á heimili sínu í Los Angeles, 82 ára að aldri. Dóttir leikstjórans, Antonia Bogdanovich, staðfesti andlátið. Ekki hefur verið greint frá dánarorsök.  

Segir í umfjöllun The New York Times að á einum áratug hafi Peter farið frá því að vera á meðal virtustu kvikmyndagerðarmanna, sérstaklega fyrir kvikmynd sína „The Last Picture Show,“ í að vera útskúfað og var fall hans með þeim mest áberandi í Hollywood.

Bogdanovich var upphaflega menntaður sem leikari en hann var einnig framleiðandi, handritshöfundur, kvikmyndasagnfræðingur, dagskrárgerðarmaður og gagnrýnandi. Auk þess var hann leikhús- og sjónvarpsleikstjóri.

Sem kvikmyndagerðarmaður var hann hylltur fyrir hæfileika sína til að ná fram blæbrigðaríkri frammistöðu frá leikurum.

Þegar gagnrýnandi Newsweek gagnrýndi „The Last Picture Show,“ sem var önnur mynd Bogdanovich og almennt talin vera hans fremsta, kallaði hann hana meistaraverk og bætti við: „Þetta er áhrifamesta verk ungs bandarísks leikstjóra síðan „Citizen Kane."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson