Útför White í kyrrþey að hennar ósk

Betty White vildi ekki að mikið væri haft fyrir henni.
Betty White vildi ekki að mikið væri haft fyrir henni. AFP

Útför leikkonunnar Betty White verður haldin í kyrrþey að ósk hennar. Ástæðan er sú að hún vildi aldrei að fólk hefði mikið fyrir sér. Frá þessu greindi umboðsmaður hennar, Jeff Witjas. 

Af þeim sökum er óljóst hvenær útförin fer fram og hverjir verða viðstaddir. White var ein ástsælasta leikkona Bandaríkjanna og féll frá á gamlársdag, 99 ára gömul. Hún lést af náttúrulegum orsökum. 

Hún lést aðeins nokkrum dögum áður en hún hefði orðið 100 ára gömul, hinn 17. janúar. 

„Jafnvel þótt Betty væri að verða hundrað ára hélt ég að hún myndi lifa að eilífu,“ sagði Witjas í tilkynningu. 

Aðdáendur hafa lagt blóm og aðra muni að stjörnu hennar …
Aðdáendur hafa lagt blóm og aðra muni að stjörnu hennar í Los Angeles. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson