Í áfalli eftir annað stefnumótið

Julia Fox og Kanye West, eða Ye, eru að hittast.
Julia Fox og Kanye West, eða Ye, eru að hittast. Samsett mynd

Leikkonan Julia Fox kynntist tónlistarmanninum Kanye West, eða Ye eins og hann kýs að kalla sig núna, á gamlárskvöld í Miami og er yfir sig ástfangin. Hún greinir frá sambandi þeirra í pistli á vef tímaritsins Interview og birti myndir af stefnumóti þeirra. 

Fox fór til New York til að hitta West í annað sinn sem þau hittust. Þar fóru þau meðal annars út að borða og tónlistarmaðurinn stjórnaði myndatöku af Fox á veitingastaðnum. „Eftir kvöldmatinn kom Ye mér á óvart. Ég meina ég er enn í áfalli. Ye var með heila svítu fulla af fötum. Þetta er draumur allra stúlkna. Þetta var eins og í Öskubusku. Ég veit ekki hvernig hann fór að þessu eða hvernig hann kom þessu öllu fyrir á svona stuttum tíma. En ég var svo hissa. Ég meina hver gerir svona lagað á öðru stefnumóti? Eða hvaða stefnumóti sem er,“ skrifar Fox og af myndunum af dæma voru fleiri myndir teknar á hótelherberginu. 

Fox sagði að samband þeirra væri mjög eðlilegt þó svo að hún viti ekki hvert þau stefni eða hvað framtíðin beri í skauti sér. Hún segist að minnsta kosti njóta ferðalagsins. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.