Lét draum aðdáanda síns verða að veruleika

Tónlistarkonan Pink er með hjartað á réttum stað.
Tónlistarkonan Pink er með hjartað á réttum stað. AFP

Bandarísku tónlistarkonunni Pink er hrósað í hástert á samfélagsmiðlinum Facebook eftir að hún gaf sér nýverið tíma í tæplega 30 mínútna langt samtal við krabbameinssjúkan aðdáanda. Samtalið fór fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom þar sem aðdáandinn dvaldi á sjúkrahúsi.

Diane Berberian er hefur verið að glíma við krabbamein í barkakýli síðan árið 2016 en greindist svo einnig með beinmergskrabbamein þremur árum síðar. Berberian hefur verið mikill aðdáandi tónlistarkonunnar í tvo áratugi og hafði lengi dreymt um að hitta hana eða fá að tala við hana í eigin persónu en læknar Berberian telja lífslíkur hennar ekki langar.

Pink sá til þess að Berberian, sem er afrekshlaupari og verðlaunahafi í þríþraut, fengi draum sinn uppfylltan eftir að hún heyrði af sögu Berberian. 

„Ég veit ekki einu sinni hvað er á lífsóska-listanum mínum núna því þú varst efst á honum,“ sagði hin þakkláta Berberian við eftirlætis tónlistarkonuna sína.


 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.