Saman í göngu stuttu eftir sambandsslitin

Shawn Mendes og Camila Cabello hættu saman í nóvember.
Shawn Mendes og Camila Cabello hættu saman í nóvember. AFP

Poppstjörnurnar og fyrrverandi kærustuparið Camila Cabello og Shawn Mendes sáust á gangi saman í almenningsgarði í Míamí-borg fyrr í vikunni. Ástin fölnaði hjá parinu í nóvember á síðasta ári en nú eru uppi getgátur um að það hafi tekið upp þráðinn á nýjan leik. 

Cabello og Mendes eiga sameiginlega hund af tegundinni Golden Retriever sem þau sáust ganga með í taumi um garðinn. Hundurinn, sem heitir Tarzan eftir Disney-persónunni, virtist una sér vel með báðum foreldrum sínum, enda er hann í raun þeirra eina skuldbinding.

Í nóvember 2021 gaf parið út sameiginlega yfirlýsingu á samfélagsmiðlum um endalok sambandsins. Fréttamiðillinn Page Six greindi frá.

„Við hófum samband okkar sem bestu vinir og munum við halda áfram að vera bestu vinir,“ er meðal annars sem fram kom í yfirlýsingu þeirra en Shawn Mendes opnaði sig um vanlíðan eftir sambandsslitin á Instagram nýverið. Það er því óljóst hvort parið haldi einungis í vinskapinn eða hvort þetta sé til marks um nýtt upphaf og endurheimt á ástinni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.