Frumsýnir nýtt húðflúr eftir meðferð

Demi Lovato frumsýndi nýtt húðflúr.
Demi Lovato frumsýndi nýtt húðflúr. Samsett mynd

Demi Lovato frumsýndi nýtt húðflúr á höfði sínu á dögunum. Fékk hán sér húðflúrið eftir meðferð í Utah í Bandaríkjunum sem hán lauk nýverið. Lovato hafði verið „Kaliforníu-edrú“ í nokkurn tíma en ákvað að slík edrúmennska gengi ekki. 

Með Kaliforníu-edrú á Lovato við að hán hafi drukkið áfengi og notað kannabis, en ekki notað „hörð“ fíkniefni á borð við kókaín. Hán hefur glímt við fíknisjúkdóma frá unglingsaldri en þrjú og hálft ár eru síðan hán var hætt komið eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Hán fór í kjölfarið í meðferð.

Í viðtali á síðasta ári sagðist hán ekki vera farið að nota hörð fíkniefni aftur en drykki áfengi og notaði kannabisefni. Snemma í desember síðastliðnum sagði hán að það gengi ekki lengur. 

Nú frumsýndi hán nýja klippingu, rakaðan koll, og nýtt húðflúr á höfðinu, stóra kónguló. Dr. Woo, stjörnuflúrari í Hollywood, flúraði köngulóna á hán.

Á síðasta ári kom Lovato einnig út úr skápnum sem kynsegin og notast því nú við fornafnið hán.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.