Ástmaður Díönu prinsessu fundinn

Díana prinsessa.
Díana prinsessa. AFP

Pakistanski leikarinn Humayun Saeed leikur hjartaskurðlækninn Hasnat Khan í fimmtu þáttröð af Krúnunni á Netflix. Díana átti í ástarsambandi við hinn pakistanska Kahn frá árinu 1995 til 1997. 

Leikaravalið var staðfest um helgina á vef Variety. Saeed er fimmtugur leikari frá Pakistan og þykir afar farsæll. Elizabeth Debicki tekur við hlutverki Díönu prinsessu og leikur á móti Saeed. Fimmta þáttaröðin af Krúnunni verður frumsýnd á Netflix í nóvember. 

Khan og Díana prinsessa hættu saman árið 1997. Í lögregluskýrslu sem var gerð vegna dauða Díönu sagði hjartaskurðlæknirinn að Díana hefði hætt með sér eftir að hún hitti Dodi Fayed í fríi með viðskiptamanninum Mohammed Al Fayed, föður Dodis. Díana og Dodi Fayed létust í bílslysi í París seinna sama ár. 

Samband Kahns og Díönu var alvarlegt á tímabili og íhugaði Kahn að verja lífinu með Díönu. Fjölmiðlaathyglin truflaði þó lækninn. Eina lausnin var að flytja til Pakistans og ræddi Díana það við vinkonu sína Jemimu Goldsmith sem var þá gift pakistanska krikketspilaranum og núverandi forsætisráðherra Pakistans Imran Khan. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn til að taka til á heimilinu og gera það meira aðlaðandi. Uppákomur sem tengjast eigum annarra eru yfirvofandi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn til að taka til á heimilinu og gera það meira aðlaðandi. Uppákomur sem tengjast eigum annarra eru yfirvofandi.