Cowell fór á skeljarnar eftir langt samband

Lauren Silverman sagði já þegar Simon Cowell bað hennar um …
Lauren Silverman sagði já þegar Simon Cowell bað hennar um jólin. AFP

Hæfi­leika­dóm­ar­inn Simon Cowell fór loksins á skeljarnar á dögunum og bað barnsmóður sinnar Lauren Silverman. Cowell og Silverman eru búin að vera saman í mörg ár og eignuðust saman son árið 2014. 

Parið trúlofaði sig á Barbados á aðfangadaskvöld að því fram kemur á vef People. Cowell er 62 ára og Silverman 44 ára. Þau fóru saman í göngutúr í jólafríinu og kom Cowell ástinni sinni á óvart með bónorði á ströndinni. 

Sonur þeirra Cowells og Silverman var með í fríinu sem og Adam sem Silverman átti úr fyrra sambandi. „Þau eru bæði mjög hamingjusöm,“ sagði heimildarmaður People. „Þau eru búin að vera lengi saman og dá hvort annað svo þetta kom nánum vinum þeirra ekki á óvart.“

Lauren Silverman og Simon Cowell eru trúlofuð.
Lauren Silverman og Simon Cowell eru trúlofuð. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.