Ekki nógu myndarlegur fyrir Narníu

Andrew Garfield þótti ekki nógu myndarlegur fyrir hlutverk Kaspían Konungssonar.
Andrew Garfield þótti ekki nógu myndarlegur fyrir hlutverk Kaspían Konungssonar. AFP

Leikarinn Andrew Garfield segir að hann hafi ekki fengið hlutverk í kvikmyndum um Ævintýralandið Narníu vegna þess að hann hafi ekki verið nógu myndarlegur. Garfield sóttist eftir hlutverki Kaspíans konungssonar en leikarinn Ben Barnes fékk að lokum hlutverkið.

Garfield greindi frá þessu í viðtali við Entertainment Tonight og segist hafa verið mjög örvæntingafullur á þeim tíma. „Ég man hversu örvæntingarfullur ég var. Ég fór í áheyrnarprufu fyrir Kaspían konungsson í Ævintýralandinu Narníu og hugsaði með mér að þetta gæti verið tækifærið mitt,“ sagði Garfield en myndin kom út árið 2008. 

„Síðan fær þessi myndalegi, magnaði leikari Ben Barnes hlutverkið. Ég held að valið hafi staðið á milli mín og hans, og ég man ég var með þráhyggju,“ sagði Garfield og segist hafa tuðað lengi í umboðsmanni sínum yfir því að hafa ekki fengið hlutverkið. Umboðsmaður hans sagði honum að lokum að hann hafi ekki fengið hlutverkið því hann þætti ekki nógu myndarlegur. 

Garfield fékk þó tækifærið sitt seinna þegar hann landaði hlutverki sem Köngulóarmaðurinn í The Amazing Spider-Man. 

Ben Barnes hreppti hlutverkið.
Ben Barnes hreppti hlutverkið. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.