Pitt vissi ekki af meintu ástarsambandi

Alia Shawkat er bara vinkona Brads Pitts.
Alia Shawkat er bara vinkona Brads Pitts. AFP

Leikkonan Alia Shawkat segir að það hafi verið eins og skrítinn draumur að slúðurmiðlar hafi sagt fréttir af meintu ástarsambandi hennar og leikarans Brads Pitts. Shawkat, sem er vinkona Pitts, segir að orðrómurinn hafi farið fram hjá honum. 

Slúðursögurnar heyrðust í byrjun kórónuveirufaraldursins og segir Shawkat í viðtali The New Yorker að fólk sé hætt að elta hana. „Þetta gerðist í Covid og ég var ein. Þetta var svo skrítið. Núna er þetta eins og skrítinn draumur, ég hugsa bara: gerðist þetta í alvöru?

Pitt vissi ekki af þessu. Sem er svo fyndið. Af því hann les ekki þetta drasl,“ sagði stjarnan úr Arrested Development. Hún segist hafa sagt honum að allir héldu að þau ættu í ástarsambandi. „Mér þykir það leitt. Það gerist. Ef þú ert með mér, þá gerist það,“ sagði Pitt, greinilega vanur öllu. 

Brad Pitt.
Brad Pitt. AFP

Þegar fréttir af meintu ástarsambandi voru á síðum slúðurmiðla var Shawkat ekki skemmt. Þrátt fyrir velgengni sína hafði hún aldrei verið elt af götuljósmyndurum. „Þeir vita ekki hver ég er. Það er eitthvað svo kaldhæðnislegt við það. Þetta hefur ekkert með Brad að gera, hann er frábær gæi. En auðvitað er hugmyndin um að ég eigi í sambandi við eldri hvítan karlmann það sem fær athygli. Ekki 20 ára ferill. Það fær á mig. Það er kaldhæðnislegt og ógeðslegt og asnalegt,“ segir leikkonan, sem var á tímabili elt úti á götu og myndir teknar af henni. Allt í einu hættu ljósmyndarar að elta hana og orðrómurinn lognaðist út af. 

Alia Shawkat á frumsýningu Being The Ricardos í desember.
Alia Shawkat á frumsýningu Being The Ricardos í desember. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.