Alkóhólismi Spears hafi eyðilagt allt

Systurnar Britney (t.v.) og Jamie Lynn Spears ólust upp við …
Systurnar Britney (t.v.) og Jamie Lynn Spears ólust upp við mikinn alkóhólisma að sögn Jamie Lynn.

Leikkonan Jamie Lynn Spears, systir tónlistarkonunnar Britney Spears og dóttir Jamie og Lynn Spears, segir að alkóhólismi föður þeirra systra hafi valdið mikilli eyðileggingu á heimilinu. Ástandið hafi skapað mikinn kvíða og það væru aðstæður sem ekkert barn ætti að búa við. 

„Allt mitt líf hefur hegðun hans verið eyðileggingarmáttur. Drykkja hans litaði líf mitt af vandræðum og sorg,“ skrifar Jamie Lynn í væntanlegri sjálfsævisögu sinni Things I Should Have Said. 

Í viðtali í Good Morning America um bókina lýsti lkeikkonan því hvernig hegðun hans hafi litað allt heimilislífið. „Þetta olli miklum kvíða. Það erfiðasta var að ég gat ekki treyst honum, var hann drukkinn, var hann ekki drukkinn. Það er eitthvað sem ekkert barn á að þurfa að spyrja sig að,“ sagði Jamie Lynn. 

Fyrrverandi eiginkona hans, Lynn, sagði í sinni eigin sjálfsævisögu árið 2008 að Jamie hafi byrjað að þróa með sér alkóhólisma þegar hann varð faðir árið 1977. „Jamie naut þess að fá sér bjór stöku sinnum, en hann byrjaði ekki að drekka illa fyrr en eftir að Bryan fæddist,“ skrifaði Lynn í sína ævisögu. 

Drykkjan var svo mikil að Lynn sótti um skilnað við hann árið 1979 en gaf honum svo annað tækifæri. Þau eignuðust dæturnar Britney og Jamie Lynn eftir það. Þau skildu síðan endanlega árið 2002. 

Jamie hefur verið harðlega gagnrýndur í lögráðamannsmáli dóttur þeirra, Britney, en hann var lögráðamaður hennar í tæplega 13 ár, eða þar til í haust. Britney hefur lýst því andlega ofbeldi sem hann beitti hana og hvernig hann stjórnaði hverri mínútu af lífi hennar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sækir að þér úr öllum áttum og þú skilur síst hvað veldur því. Kláraðu verkefni sem þú hefur slegið á frest upp á síðkastið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sækir að þér úr öllum áttum og þú skilur síst hvað veldur því. Kláraðu verkefni sem þú hefur slegið á frest upp á síðkastið.