Eyjatónleikum frestað fram í apríl

Eyjatónleikunum hefur verið frestað fram til sumardagsins fyrsta hinn 21. …
Eyjatónleikunum hefur verið frestað fram til sumardagsins fyrsta hinn 21. apríl.

Í ljósi stöðunnar í samfélaginu hefur Eyjatónleikum, sem fara áttu fram í Eldborgarsal Hörpu hinn 22. janúar, verið frestað. Tónleikarnir munu fara fram hinn 21. apríl næstkomandi. 

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir átti að koma fram á tónleikunum en hefur dregið sig úr hópnum af persónulegum ástæðum. Hún gengur nú með sitt þriðja barn og er það væntanlegt á vormánuðum. 

Í stað Jóhönnu Guðrúnar mun Stefanía Svavarsdóttir troða upp en hún hefur tvisvar sinnum áður komið fram á Eyjatónleikunum í Hörpu. 

Þau sem eiga miða á tónleikana þurfa ekki að aðhafast neitt, nema 21. apríl henti ekki, og þá geta þau haft samband við miðasölu Hörpu pg fengið endurgreitt. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.