Megan Fox sagði já

Megan Fox og Machine Gun Kelly eru trúlofuð.
Megan Fox og Machine Gun Kelly eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan og leikkonan Megan Fox sagði já þegar kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, bar upp stóru spurninguna á dögunum. 

„Eftir að hafa gengið í gegnum helvíti saman og eftir að hafa hlegið meira saman en ég hafði nokkurn tímann geta ímyndað mér þá bað hann mig að giftast sér,“ skrifaði Megan Fox við instagrammyndskeið af Machine Gun Kelly, réttu nafni Colson Baker, þar sem hann fór á skeljarnar. Bónorðið bar hann upp við Ritz-Carlton Dorado-ströndina á Púertó Ríkó samkvæmt heimildum Page Six-fréttaveitunnar. 

Ofurparið hefur verið mikið í sviðsljósinu síðastliðið ár en það vakti mikla eftirtekt þegar þau fóru að stinga saman nefjum. Megan Fox var áður gifnt leikaranum Brian Austin Green en leiðir þeirra skildi opinberlega á síðasta ári. 

View this post on Instagram

A post shared by Megan Fox (@meganfox)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.